Til hamingju!

Vinningshafi vikunnar

Vikulega til jóla drögum við nafn eins heppins úr póstlista Veiðihornsins.
 
Í þessari viku var vinningurinn Faulk’s grágæsaflauta og flautuól frá sama framleiðanda. Faulk’s fuglaflautur hafa verið hér á markaði í áratugi og notið mikilla vinsælda enda fínar flautur á sanngjörnu verði.
 
Sá heppni í þessari viku er Halldór Eggertsson. Við höfðum samband við Halldór í morgun og sögðum honum frá vinningnum.

Í næstu viku verður einhver spennandi glaðningur dreginn úr pottinum og svo í síðustu viku fyrir jól verður glaðningurinn verulega veglegur.

Það gæti því verið góð hugmynd að segja veiðifélögunum frá nýjum vef Veiðihornsins og póstlistanum ekki satt?
 
 
Veiðihornið