Netgjafabréf. Nýr og góður gjafakostur.

Nýjung í netverslun.

Netgjafabréf eru nú fáanleg í netverslun Veiðihornsins.
 
Þegar erfitt er að velja gjafir koma gjafabréf sér vel.  Um langt árabil hafa gjafabréf Veiðihornsins verið vinsæl enda hvergi meira úrval af fatnaði og búnaði fyrir stang- og skotveiðimenn árið um kring.
 
Til viðbótar við gjafabréf Veiðihornsins sem áfram verða auðvitað fáanleg í Veiðihorninu Síðumúla 8 bjóðum við nú einnig smekkleg netgjafabréf sem hægt er að nota hér í veiðibúð allra landsmanna á netinu.
 
Ýmist er hægt að fá netgjafabréfin send með tölvupósti sem hægt er að áframsenda á þann sem á að fá gjöfina, senda netgjafabréfið á viðtakanda beint úr netverslun Veiðihornsins eða prenta það út til afhendingar.
 
Netgjafabréfin eru fáanleg á breiðu verðbili og veita viðtakanda gleði og hamingju.
 
Auðvelt og einfalt.  Engir snúningar.  Ekkert vesen.
 
Veiðihornið