Nýtt í Veiðihorninu

Peet skó og vöðluþurrkarar komnir.

Veiðihornið hefur hafið sölu á skó og vöðluþurrkurum frá Peet í Bandaríkjunum. Þurrkararnir hefa notið mikilla vinsælda þar vestra en þeir hafa verið framleiddir síðan 1968.

Peet þurrkararnir eru fáanlegir sem einfaldir skóþurrkarar, einfaldir vöðluþurrkarar og tvöfaldir en þá er hægt að þurrka ýmist tvö skópör eða skópar og hanska í einu. Þurrkararnir eru byggðir á rafmagnselementi og þurrkar skó, stígvél eða vöðlur á 12 tímum.

Gott er að eiga búnað sem þennan enda eru mörg íbúðar- og veiðihús í dag með gólfhita og ekki lengur hægt að skutla gönguskónum sínum á veggofninn til þurrkunar.

Peet þurrkararnir eru fáanlegir í Veiðihorninu Síðumúla 8 og hér í vefverslun okkar. Það er rétt að taka fram að við sendum allar pantanir yfir 10.000 kr. frítt á næsta pósthús við þig.

Veiðihornið