Nýtt í Veiðihorninu

Shooter’s Choice á Íslandi

Nýtt í skotveiðideild Veiðihornsins.

Veiðihornið hefur tekið við umboði og dreifingu á hinum þekktu vörum frá Shooter’s Choice í Bandaríkjunum. Flestir skotveiðimenn þekkja þetta viðurkennda merki en frá fyrirtækinu koma úrvals smur- og hreinsiefni fyrir skotvopn.

Í fyrstu sendingu sem kemur í hús nú í vikunni er gott úrval af hreinsiefnum sem leysa meðal annars upp kopar- blý- og plastagnir á öruggan og einfaldan hátt auk smurefna.  Þá eru einnig að bætast við hreinsisett fyrir riffla í mörgum hlaupvíddum og haglabyssur í 12 og 20 gauge.

Allar vörur frá Shooter’s Choice verða fáanlegar í netverslun um helgina.

Veiðihornið