Endurbættur stangarhaldari

Nýtt frá O’Pros bræðrum í Wisconsin

Vinsælu stangarhaldararnir hafa nú verið endurbættir.

O’Pros stangarhaldararnir slógu strax í gegn þegar við hjá Veiðihorninu hófum innflutning á þeim veturinn 2019. Fjölmargir veiðimenn hafa áttað sig á því hve þægilegt það er að bera þetta litla hjálpartæki í belti. Auðvelt er að bera aukastöng með sér eða að leggja frá sér stöng þegar til dæmis skipt er um flugu, fiski sleppt eða þegar taka á mynd svo eitthvað sé nefnt.

Nú kynnum við nýja kynslóð þessa vinsæla hjálpartækis. Búið er að gjörbreyta snúningsbúnaði haldarans og koma fyrir þægilegum læsihnappi auk þess sem beltisfestingin er nú orðin mun betri og heldur haldaranum stöðugum og öruggum í beltinu. 

Þá eru haldararnir nú fáanlegir í þremur litum. Auk svarta haldarans eru nú einnig í boði Bottomland Camo (grænt felumynstur) og Aqua Camo (blátt felumynstur).

O’Pros stangarhaldararnir fást í Veiðihorninu Síðumúla 8 og hér í netverslun.
 
Veiðihornið