Gleðilegt nýtt ár!

Kæru viðskiptavinir, um leið og við þökkum ykkur viðskiptin og öll samskiptin á liðnu ári óskum við ykkur gleði og gæfu á nýju veiðiári.

Margar nýjunga munu líta dagsins ljós í Veiðihorninu á þessu ári, jafnt í skotveiði sem stangveiði. Nýjar vörur og ný merki í stangveiði fara að birtast nú síðla veturs og á vormánuðum en mörg þessara merkja höfum við minnst á áður. Með fréttapóstum komandi vikna förum við dýpra í hvert merki og segjum frá væntanlegum nýjungum.

Með hækkandi sól kynnum við einnig hér nýjar vörur og merki í skotveiði.
Fluguhnýtingaefni streymir inn sem aldrei fyrr og er úrvalið að aukast gríðarlega mikið næstu vikur.  Fluguhnýtarar hafa sannarlega tekið eftir því að verð á hnýtingaefni er líklega hvergi hagstæðara en í Veiðihorninu. Smám saman bætum við nýju efni hér í netverslun.

Fyrir utan fluguhnýtingatímabil og svartfugslveiðar fer nú í hönd rólegasti tími ársins í veiðibúðum almennt. Það er þó ekki svo að við sitjum auðum höndum því undirbúningur fyrir nýtt veiðitímabil er í fullum gangi.
 
Vefurinn okkar bólgnar út með hækkandi sól. Nýjar vörur bætast við og vörulýsingar verða uppfærðar. Blaðið okkar sem við höfum gefið út nú í 10 ár er í fullum undirbúningi og er væntanlegt til dreifingar á vormánuðum.
 
 
Veiðihornið