Eiður Kristjánsson: Hugrekki

Hugrekki

Stundum finnur maður eitthvað sem virkar. Það getur verið fluga, veiðistaður eða jafnvel árstími. Það er ekki ýkja langt síðan silungur var einungis veiddur á yfirborðinu.

Menn eins og Frank Sawyer hugsuðu þó sem betur fer út fyrir kassann og fóru að hanna og hnýta flugur sem fara undir yfirborðið, en þar finnur silungurinn um eða yfir 80% af sinni fæðu. Þannig varð hin nafntogaða fluga Pheasant Tail til.

Lærdómurinn sem hægt er að draga af þessu er sá að þó eitthvað virki, þýðir það ekki að við séum búin að finna sannleikann. Þess vegna er mikilvægt að hafa hugrekkið til þess að prófa nýja hluti, opna hugann og aldrei hætta að leita.

 

(Fyrst birt í Veiði X – 10. árgangi veiðiblaðs Veiðihornsins 2021)

Eiður Kristjánsson