Haraldur Eiríksson: Fagmenn

Fagmenn

Það að velja rétta búnaðinn fyrir fluguveiði er mikilvægt til að veiðimaðurinn geti notið útivistarinnar til fulls. Þetta á við alla þætti veiðinnar, allt frá flugustöngum, hjólum og sterkum önglum til fatnaðarins sjálfs, því það breytir litlu hversu góðar græjurnar eru ef fatnaðurinn er lekur og kaldur.

Það mætti ætla að með tilkomu samfélagsmiðla og auknu upplýsingaflæði heim í stofu sé auðveldara en áður að velja veiðibúnað og fatnað. Þetta er hins vegar ekki endilega raunin því smekkur manna er persónubundinn og enn sem komið er ekkert sem kemur í stað reynslu fagmanna á íslenskum aðstæðum. Því mæli ég eindregið með því að hlusta á orð þeirra sem afgreiða og þjónusta hérlenda veiðimenn daglega.

Með því að spyrja afgreiðslumanninn og þiggja ráð hans þá styttir þú þér leið að betri árangri og ánægju við veiðar um leið og þú rekst á færri horn en ella.

 

(Fyrst birt í Veiði X – 10. árgangi veiðiblaðs Veiðihornsins 2021)