Eggert Skúlason : Góðar græjur og námskeið

Góðar græjur og námskeið

Flestir enda í fluguveiðinni. Þess vegna er um að gera að byrja sem fyrst að æfa sig og læra á því sviði. Ef þú ert að veiða á spún eða maðk er það frábært. En það bætir miklu í vopnabúrið að vera liðtækur með flugustöngina.

  • Ef þess er nokkur kostur – reyna að byrja með góðar græjur. Nota tímamót eins og jól eða afmæli og sameina fjölskyldu og vini til að slá saman í góða flugustöng. Góðar græjur standa með þér alla ævi og þú ert fljót/ari að ná tökum á köstunum.
  • Fara á námskeið og læra réttu tökin strax. Þetta á við um svo margt. Sérstaklega á þetta við um flugukastkennslu.
  • Vera með rétta uppsetningu á flugustöng, hjóli og línu. Við setjum ekki 33ja“ dekk undir reiðhjólið, bara af því að það var úti í skúr. Fá ráðleggingar hjá sérfræðingum og um leið að reyna að skilja hvað skiptir máli í þessu.
  • Það er góð „fjárfesting“ að fara oft á sömu veiðisvæðin. Læra á hvað ólíkar aðstæður bjóða upp á. Tímafjöldi á sama bakka eykur líkur á árangri.
  • Kaupa Veiðikortið. Þar ertu strax komin/n með aðgang að fjölda veiðisvæða og mjög líklega er eitthvert þeirra í nánd við heimabyggð.

Mörgum sem eru að byrja að kasta flugu finnst mjög kaman að kasta. Það er frábært. En muna að flugan veiðir ekki nema hún sé í vatninu.

Eitt tips að lokum. Margir rífa upp of snemma og byrja að kasta aftur. Það er oft sem fiskur tekur á síðustu metrunum. Ekki missa af þeim.

Að lokum: Njóta þess að vera nýliði. Þú átt svo margt spennandi eftir.

 

(Fyrst birt í Veiði X – 10. árgangi veiðiblaðs Veiðihornsins 2021)

Ljósmynd: Kjartan Þorbjörnsson