Sökkendar

Sökkendar eru nauðsynlegir í allar veiðitöskur. Allir veiðimenn lenda í þeim aðstæðum að þurfa að koma veiðiflugum undir vatnsyfirboð einstaka sinnum.

Í sumum tilfellum í djúpum hyl eða stríðum straumi kemur fyrir að það þarf að nota hraðsökkvandi flugulínu til þess að sökkva veiðiflugum hratt niður svo þær berist fyrir fisk áður en straumur hefur borið þær framhjá honum. Í öðrum tilfellum, jafnvel við viðkvæmustu aðstæður getur verið nauðsynlegt að nota glæra hægsökkvandi línu til þess að skera yfirborð vatnsins og koma veiðiflugunni rétt undir yfirborðið.

Í stað heilsökkvandi flugulína eða flotlína með áföstum sökkenda er hægt að bjarga sér með tilbúnum sökkendum sem lykkjast framan á hefðbundnar floglínur.

Rio sökkendarnir eru fáanlegir sem 6 fet og 10 fet. 6 feta endar eru þægilegri þegar kastað er með einhendum en 10 feta endarnir fremur passlegir tvíhendum.

Sökkendar frá Rio eru allt frá 1,5 ips og upp í 7 ips en ips stendur fyrir „inch per second“. Hröðustu endarnir sökkva því um 18 sentimetra á sekúndu.

Áríðandi er að hafa í huga þegar sökkendar eða sökklínur eru notaðar að stytta taumaefnið svo sökkendinn beri fluguna niður í stað þess að hún hangi langt fyrir ofan tauminn.

Þurfir þú enn þyngri sökkenda eða aðrar lengdir en staðlaðar 6 og 10 feta lengdir frá Rio þá geta veiðimennirnir í Veiðihorninu útbúið fyrir þig sökkenda að þinni ósk.

Við eigum á lager efni í sökkenda sem fara um 25 sentimetra niður á sekúndu eða um meter á 4 sekúndum. Hafðu sambnad við sérfræðingana í Síðumúla 8 fyrir allar frekari upplýsingar um sökkenda.

Góða skemmtun.

Óli