Ólafur Tómas Guðbjartsson / Dagbók urriða: Flugubarinn

Flugubarinn

Það er tvennt sem ég myndi ráðleggja þeim sem eru nýlega farnir að stunda fluguveiði. Þetta á þó sannarlega við lengra komna líka.

Í fyrsta lagi það, að hugsa alltaf vel um flugulínuna, halda línunni í góðu ásigkomulagi, þrífa hana og bóna reglulega. Því það er flugulínan sem skilur oft á milli kastsins sem skilar þér draumafiskinum og slæms kast sem skilar engu nema pirring.

Og það seinna er að ná tökum á andstreymisveiði á silung í straumvatni. Um leið og veiðimenn ná örlitlum tökum á þessari tækni, þá opnast heill heimur ódýrra veiðimöugleika.

Við höfum fjöldan allan af heimsklassa silungsveiðiám sem geyma draumafiska en oft þarf að bjóða þeim upp á eins náttúrulegt agn og mögulegt er og þá skiptir miklu máli að flugan / púpan berist eins náttúrulega til þeirra og mögulegt er.

Þetta eru í grunnin ekki flókin fræði en skila á móti miklu. Það er meira að segja búið að finna upp hjólið fyrir okkur hvað flugurnar varðar sem virka hvað best á silunginn á Íslandi. Þær má finna í öllum stærðum á besta barnum, flugubarnum.

 

(Fyrst birt í Veiði X – 10. árgangi veiðiblaðs Veiðihornsins 2021)

Ólafur Tómas Guðbjartsson / Dagbók urriða