24 flugur til jóla

Jóladagatal fluguveiðimannsins!

Veiðihornið í samstarfi við Shadow Flies í Thailandi framleiðir jóladagatal fluguveiðimannsins fyrir þessi jól. Jóladagatalið er sérframleitt fyrir okkur með íslenska veiðimenn í huga. 

Í ytri umbúðum jóladagatalsins eru 24 minni box, hvert merkt einum degi frá 1. til 24. desember.  Í hverju boxi er vel þekkt og veiðin veiðifluga  sem á eftir að lokka margan fiskinn á næsta ári. Auk flugunnar er í boxinu nafn hennar og QR kóði sem leiðir eigandann á síðu með frekari upplýsingar og fróðleik um fluguna.

Shadow Flies er einn fremsti og áreiðanlegasti fluguframleiðandi heims og hefur séð íslenskum veiðimönnum fyrir vönduðum og vel hnýttum flugum árum saman.

Myndirnar af jóladagatali fluguveiðimannsins eru tölvugerðar og gefa góða mynd af því hvernig jóladagatalið mun líta út. Verið er að leggja lokahönd á jóladagatalið sem verður sent til okkar innan fárra daga.

Í dag hefjum við forsölu á jóladagatalinu í netverslun Veiðihornsins og mun afhending fara fram síðustu dagana í nóvember. Nöfn allra þeirra sem kaupa jóladagatalið í forsölu í netverslun fara í pott. Dregið verður eitt nafn úr pottinum á aðfangadag og fær sá hinn heppni / sú hin heppna góða og vandaða jólagjöf frá Veiðihorninu.

24 flugur til jóla er aðeins selt hér í forsölu í netverslun og er mjög takmarkað magn í boði. Eftir að forsölu lýkur verður dagatalið einnig fáanlegt í Síðumúla 8 og þá á hærra verði sem auglýst verður síðar. Teljum niður til jóla með spennandi jóladagatali fluguveiðimannsins og látum okkur hlakka til jólanna og næsta veiðitímabils.

24 flugur til jóla.  Tryggðu þér eintak í forsölu strax í dag.

24 flugur til jóla – Forsala

En það veiða ekki allir á flugu

Þess vegna ákváðum við að flytja inn og bjóða einnig falleg og praktísk jóladagatöl frá Westin í Danmörku en Westin sérhæfir sig meðal annars í búnaði fyrir sjóbirtings og silungsveiði. 

Í Westin jóladagatalinu eru 24 lítil box sem innihalda meðal annars spúna og smáverkfæri fyrir sjóbirtings og silungsveiði. Jóladagatalið frá Westin er væntanlegt til okkar allra næstu daga og ætlum við að bjóða það í forsölu á sérstöku forsöluverði.

Styttum biðina til jóla og teljum aðventuna niður með skemmtilegum jóladagatölum í Veiðihorninu.

Westin Jóladagatal silungsveiðimannsins – Forsala