Þriðja kynslóð þessara vinsælu haglabyssa er loksins tilbúin til afgreiðslu. Veiðihornið hóf innflutning og dreifingu á Stoeger haglabyssum fyrir ríflega 20 árum en Stoeger byssurnar eru framleiddar í verksmiðju Beretta í Tyrklandi. Hálfsjálfvirkar, bakslagsskiftar Stoeger haglabyssur byggja á Franchi og Benelli þar sem skiftigormurinn er undir forskeftinu líkt og í Franchi auk þess sem byssan er búin hinum frábæra snúningsbolta frá Benelli.
Fyrsta kynslóð sem við fluttum inn var Stoeger 2000 sem upphaflega var smíðuð fyrir Stoeger Industries í Bandaríkjunum. Önnur kynslóð leit dagsins ljós, talsvvert breytt fyrir fáeinum árum og nú er komin á markaðinn Stoeger M3000 V2.
Helsti munur á Stoeger M3000 V2 og eldri árgerð er að kominn er mýkri kinnpúði á afturskeftið, gripin á skefti og forskefti eru orðin grennri og þægilegri en á eldri árgerð auk þess sem boltaeyrað og takkinn á hlið láshússins eru orðnir stærri sem er mjög þægilegt þegar fer að kólna og veiðimenn eru í þykkum hönskum.
Stoeger M3000 V2 er fáanleg í mörgum útfærslum svo sem hefðbundin svört (synthetic), með fallegum hnotuskeftum, í MAX7 felumynstri eða með Cerakote brynjun. Þá er byssan bæði fáanleg með hefðbundnum upplyftum kælilista á hlaupi og í Peregrine útfærslu með kælilista sléttum við láshús.
Vegna stöðugra vinsælda Stoeger á Íslandi hefur okkur tekist að halda verði lítið- eða jafnvel óbreyttu frá eldri gerð sem við seljum nú á mikið lækkuðu verði eins og kemur fram í annarri frétt.
Kynntu þér nýju Stoeger M3000 V2 byssuna hér í netverslun hér fyrir neðan eða í Síðumúla 8. Klárlega bestu kaup í hálfsjálfvirkum byssum í dag.
Förum varlega á veiðislóð.
Góða skemmtun,
Veiðihornið