Við endurtökum leikinn frá því í fyrra og hjálpum óþreyjufullum fluguveiðimönnum að stytta biðina til jóla með spennandi jóladagatali. Að þessu sinni er jóladagatalið með örlítið breyttu sniði því við vitum að sumir veiðimenn hafa bara áhuga á silungaflugum en aðrir vilja bara laxaflugur í sínu dagatali.
Já, jóladagatölin í ár eru tvö:
24 silungaflugur til jóla og 24 laxaflugur til jóla.
Í ytri umbúðum jóladagatalsins eru 24 minni box, hvert merkt einum degi frá 1. til 24. desember. Í hverju boxi er vönduð veiðifluga sem á eftir að lokka margan fiskinn á nýju ári. Auk flugunnar er í boxinu nafn hennar og QR kóði sem leiðir eigandann á síðu með frekari upplýsingar og fróðleik um fluguna.
Shadow Flies er einn fremsti og áreiðanlegasti fluguframleiðandi heims og hefur séð íslenskum veiðimönnum fyrir vönduðum og vel hnýttum flugum árum saman.
Jóladagatölin eru boðin í netverslun Veiðihornsins og versluninni Síðumúla 8. Það er mjög takmarkað magn í boði. Teljum niður til jóla með spennandi jóladagatölum og látum okkur hlakka til jólanna og næsta veiðitímabils.
24 silungaflugur til jóla og 24 laxaflugur til jóla. Tryggðu þér eintak strax í dag.