Hversu stórir verða stærstu birtingarnir?

Magnaður sjóbirtingur. Kristján Páll Rafnsson veiddi þennan sjóbirting, haustið 2020. Hann mældist 93 sentímetrar. Veiðistaðurinn er Syðri-Hólmi í Tungufljóti. Þykktin á þessum fiski er rosaleg. Ljósmynd/Aðsend


Stærsti sjó­birt­ing­ur sem veiðst hef­ur í vor, kom á land fyr­ir nokkr­um dög­um síðan í Eld­vatni í Meðallandi. Fisk­ur­inn mæld­ist 99 sentí­metr­ar. Veiðimaður­inn sem fékk hann hef­ur veitt árum sam­an í Eld­vatn­inu og var stadd­ur í veiðistaðnum Villa. Sím­inn var orðinn batte­rís­lít­ill þegar hann kom í Vill­ann. Hann ákvað að setja sím­ann í hleðslu í bíln­um áður en hann óð út á veiðistaðinn. Eng­ar mynd­ir eru því til að þess­um met fiski.

En kom­um þá að spurn­ing­unni í fyr­ir­sögn grein­ar­inn­ar. Við leituðum til Jó­hann­es­ar Stur­laugs­son­ar sem merkt hef­ur mikið magn af sjó­birt­ingi og greint veru­legt magn af hreist­urs­sýn­um frá sjó­birt­ing­um. Nú hafa veiðst í vor bæði 99 og 98 sentí­metr­ar fisk­ar. Hvað verður sjó­birt­ing­ur­inn stór við kjöraðstæður?

„Yf­ir­leitt erum við ekki að sjá stærri fiska en þetta. Þeir geta orðið rúm­lega meter en það er svo sjald­gæft að rek­ast á þannig skepn­ur. Það hafa verið mjög burðugir fisk­ar í Skaft­ár­kerf­inu en þeir hafa líka fund­ist mjög stór­ir Kúðafljóts­meg­in, þó svo að magnið þar sé ekki mun minna. Ég hef farið í gegn­um þúsund­ir full­vax­inni sjó­birt­inga og ég hef ekki hand­fjatlað fisk sem nær metr­an­um.“

Stærð styrtl­unn­ar leyn­ir sér ekki. Þetta er gam­al­reynd­ur hæng­ur sem mætt hef­ur nokkr­um sinn­um áður í Tungu­læk. Þessi birt­ing­ur mæld­ist slétt­ir 100 sentí­metr­ar.

Ljós­mynd/​TKE

Eru þetta ekki al­ger­ir met fisk­ar þegar þeir eru komn­ir í og yfir níu­tíu sentí­metra?

„Jú. Það má al­veg segja það. Fisk­ur sem er orðinn þetta stór­vax­inn er iðulega far­inn að beygja af. Við sjá­um að hrygn­ur sem eru komn­ar í og yfir níu­tíu sentí­metra er orðnar mjög gaml­ar og farn­ar að verða lún­ar. Elsta hrygn­an sem ég rann­sakaði í Skaft­ár­kerf­inu var slétt­ir níu­tíu sentí­metr­ar og hún var fjór­tán ára göm­ul. Ég held að þetta sé ein­hvers kon­ar Íslands­met með sjó­birt­ings­hrygnu því ekki hef ég heyrt af eldri sjó­birt­ingi. Það get­ur verið að ein­hvers staðar séu til gögn um eldri fisk, en ég hef ekki rek­ist á þau.

Magnús Már Magnús­son, til hægri setti í og landaði þess­ari 96 sentí­metra sleggju í Tungu­læk. Hon­um til aðstoðar var Mar­os sem hér lyft­ir þess­um vel vaxna sjó­birt­ingi.

Ljós­mynd/​TKE

Fjór­tán ára var hún og hafði gengið ell­efu sinn­um til sjáv­ar og hrygnt níu sinn­um. Það má segja að þessi aldna drottn­ing hafi skilað býsna góðu dags­verki.“

Hann Mar­os Zat­ko hef­ur landað þeim næst stærsta sem sög­ur fara af í vor. Það var eng­in smá skepna eða 98 sentí­metra sjó­birt­ing­ur sem hann veiddi í Skaftá, á Ásgarðssvæðinu, rétt neðan við út­fall Tungu­lækj­ar.

Sá þriðji stærsti er 96 sentí­metra fisk­ur sem veidd­ist í Geir­landsá, í Ármót­um. 

95 sentí­metra fisk­ur er bókaður úr Vatna­mót­um.

Jó­hann­es Stur­laugs­son merkti sjó­birt­ing í Tungu­læk, hér á árum áður. Hrygn­an sem hann tók hreist­ur­sýni af, reynd­ist fjór­tán ára göm­ul og hafði hrygnt níu sinn­um. Ljós­mynd/​Lax­fisk­ar

Ljós­mynd/​HÞS

Veiðistaður­inn Siggi í Tungu­læk gaf 93 sentí­metra fisk fyrr í mánuðinum og tók sá Black Ghost. Annað tröll veidd­ist í Dodda fyr­ir nokkr­um dög­um og mæld­ist hann 92 sentí­metr­ar og tók Green Dumm.

Sam­tals eru komn­ir þrír birt­ing­ar í vor úr Eld­vatn­inu sem eru 90 sentí­metr­ar og lengri. Sá stærsti er nefnd­ur ofar í frétt­inni en hinir tveir mæld­ust 92 og 90 sentí­metr­ar.

Hús­eyj­arkvísl er með 88 sentí­metra fisk sem veidd­ist í opn­un­ar­holl­inu á Black Ghost Skull í veiðistaðnum V22.

All­ir þess­ir fisk­ar sem nefnd­ir eru hér að ofan eru fisk­ar í efsta flokki þegar kem­ur að sjó­birt­ingi. Sporðaköst hafa und­an­far­in ár greint frá þrem­ur birt­ing­um sem náðu hundrað sentí­metr­um. Einn veidd­ist fyr­ir ári síðan í Tungu­læk og ann­ar veidd­ist 2020 í Flögu­bakka í Tungufljóti. Þá veidd­ist 102 sentí­metra sjó­birt­ing­ur í Geir­landsá í vor­veiðinni í fyrra.

Eggert Skúlason

Sporðaköst – Fylgstu með lifandi veiðiumfjöllun.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.is