Árið var gott. – Laxveiðin var reyndar ekkert sérstök og stóð ekki undir væntingum en heilt yfir var silungsveiðin góð í ám og vötnum. Hreindýraveiði gekk vel í sumar. Kvótinn hefur minkað talsvert en við gerum ráð fyrir að kvótinn verði aukinn verulega á næsta ári. Gæsaveiði var svona upp og niður í haust og við upplifðum eitt besta rjúpnaveiðitímabil í mörg ár.

