Author Archives: admin

Annáll 2025

Árið var gott. – Laxveiðin var reyndar ekkert sérstök og stóð ekki undir væntingum en heilt yfir var silungsveiðin góð í ám og vötnum. Hreindýraveiði gekk vel í sumar. Kvótinn hefur minkað talsvert en við gerum ráð fyrir að kvótinn verði aukinn verulega á næsta ári. Gæsaveiði var svona upp og niður í haust og við upplifðum eitt besta rjúpnaveiðitímabil í mörg ár.

Veiðimenn telja vetrarhörkur jákvæðar

Hörku vet­ur eins og hef­ur verið á land­inu síðasta mánuð leggst vel í veiðimenn. Bæði eyk­ur það lík­ur á góðum vatns­bú­skap á nýju veiðisumri og lagðar ár veita meira skjól fyr­ir seiði. Við höld­um áfram með vænt­ing­ar og von­ir veiðimanna fyr­ir kom­andi sum­ar. Sum­ir jafn­vel setja sig í völvu stell­ing­ar og er það áhuga­vert.