Að taka fram vöðlurnar að vori er alltaf
jafn spennandi. Við viljum að sjálfsögðu
að þær séu í topp standi þegar stutt er í fyrsta veiðitúrinn. Þá er alltaf spurningin hvernig við gengum frá þeim síðasta haust. Þegar gengið er frá vöðlum eftir vertíðina er einkum þrennt sem mikilvægt er að hafa í huga.

