Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt mat á veiðiþol rjúpnastofnsins fyrir komandi veiðivertíð. Veiðistofninn er metinn 297 þúsund fuglar og hafa niðurstöðurnar verið kynntar Umhverfisstofnun með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 26 þúsund fuglar. Í frétt á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) er farið yfir stöðuna og þar segir: „Veiðistofn rjúpunnar er metinn 297 þúsund fuglar haustið 2022 og ráðlögð veiði er um 26 þúsund fuglar eða um sex fuglar á veiðimann.“