Einn stærsti lax sem veiðst hefur í Norðurá á þessari öld kom á land í morgun. Þar var að verki Einar Sigfússon sem sá um rekstur Norðurár um nokkurt skeið, þar til í fyrra að hann taldi nóg komið. Laxinn veiddist mjög neðarlega í ánni í svo kölluðum Neðsta streng sem er neðan við sumarhúsabyggðina í Munaðarnesi.