Umhverfisstofnun (UST) hefur skilað tillögum sínum til ráðherra vegna komandi rjúpnatímabils. Undanfarna daga hefur gætt vaxandi óánægju meðal skotveiðimanna hversu dregist hefur á langinn að gefið verði út með hvaða fyrirkomulagi verður heimilt að veiða rjúpu þetta veiðitímabilið. Skotveiðifélag Íslands birti færslu á Facbook síðu sinni fyrr í dag þar sem upplýst er að tillögurnar séu komnar til ráðherra. Á þeim tillögum byggir ráðherra svo sína ákvörðun. Það sem er ljóst við skoðun á tillögum UST er tvennt. Leyft verður að veiða rjúpu og UST leggur til fleiri daga en í fyrra. Færslan í heild sinni hljóðar svo.