Færslur eftir flokki: Stangveiðifréttir

Annáll 2025

Árið var gott. – Laxveiðin var reyndar ekkert sérstök og stóð ekki undir væntingum en heilt yfir var silungsveiðin góð í ám og vötnum. Hreindýraveiði gekk vel í sumar. Kvótinn hefur minkað talsvert en við gerum ráð fyrir að kvótinn verði aukinn verulega á næsta ári. Gæsaveiði var svona upp og niður í haust og við upplifðum eitt besta rjúpnaveiðitímabil í mörg ár.

Tökum upp þráðinn

Það er komið haust og við skiptum brátt veiðigræjunum út fyrir hnýtingaáhöldin. Til þess að auðvelda fluguhnýturum lífið höfum við sett saman nokkra fluguhnýtingapakka með krókum og öllu nauðsynlegu efni til að hnýta flugurnar fyrir næsta sumar.