Fimmtán íslenskar veiðikonur eru nýkomnar heim eftir veiðiferð til Grænlands þar sem þær veiddu bleikju í fjóra daga. Hópurinn hefur veitt saman í mörg ár og kallar sig Barmana. Meðal veiðisvæða sem þær hafa veitt má nefna Langá, Laxá í Kjós og Stóru-Laxá svo einhverjar ár séu tilgreindar.