Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur og oft titlaður urriðahvíslari, átti skemmtilega endurfundi við stórlax í Lagarfljóti í byrjun mánaðarins. Þá veiddi Jóhannes 101 sentímetra lax í net sem hann hafði lagt, til að ná í klakfisk fyrir fiskræktarverkefni sem hann er að vinna að þar eystra.