Tungutakið okkar virðist stundum stirt og ekki alltaf auðvelt að snara öllum þessum flottu ensku frösum yfir á íslensku. Við eigum fjölda orða yfir snjó, vind og veður yfir höfuð en erum fátæk í orðavali þegar kemur að skordýrum og klakinu.
Færslur eftir merki: Silungsveiði
Ólafur Tómas Guðbjartsson, Óli urriði, upplýsir um lykilatriði sem hann hefði viljað vita fyrr á ferlinum. Það er í sjálfu sér hálf furðulegt að óska sér þess að hafa aldrei að fullu farið í gegnum það langa lærdómsferli sem silungsveiðin er og hafa þess í stað hreinlega vitað flest allt í upphafi. Ég er vissulega þakklátur fyrir hvern þann lærdóm sem ég hef dregið á mínum uppvaxtarárum sem veiðimaður.
Með tilkomu Veiðikortsins og vegna þess hve laxveiði er orðin dýr hefur ásókn í silungsveiði jafnt í ám sem vötnum aukist gífurlega síðustu árin. Því er tilvalið að nefna það sem miklu máli skiptir varðandi þá veiði.



