Færslur eftir merki: Silungsveiði

Þetta þarftu að vita um silunginn

Ólafur Tómas Guðbjartsson, Óli urriði, upplýsir um lykilatriði sem hann hefði viljað vita fyrr á ferlinum. Það er í sjálfu sér hálf furðulegt að óska sér þess að hafa aldrei að fullu farið í gegnum það langa lærdómsferli sem silungsveiðin er og hafa þess í stað hreinlega vitað flest allt í upphafi. Ég er vissulega þakklátur fyrir hvern þann lærdóm sem ég hef dregið á mínum uppvaxtarárum sem veiðimaður.