Veiði á stöng á dag er líklegast besti mælikvarðinn þegar horft er til þess, hvar besta veiðin var í sumar? Við höfum tekið saman lista yfir ríflega þrjátíu ár þar sem þetta hlutfall er reiknað út. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir lokatölur í Urriðafossi í Þjórsá er svæðið með mestu meðalveiði á hverja dagsstöng eða 2,73 laxa. Í öðru sæti er svo Leirvogsá með 2,53 laxa á stöng á dag.