Félagsskapurinn Árdísir var stofnaður árið 2001. Þetta er félagsskapur kvenna sem stunda
stangveiði og í dag er meðlimafjöldinn rúmlega níutíu konur á öllum aldri. Þetta er án efa
stærsti kvennaveiðiklúbbur á landinu og þótt víðar væri leitað. Félagið byggir á hefðum og
ákveðinni formfestu þó að markmiðið sé gleði og góðar stundir, bæði við árbakkann og einnig á fjölmörgum skemmtunum sem Árdísir efna til fyrir sínar konur. Aðalfundur, árshátíð, vorfundur og uppskeruhátíð eru á meðal fastra viðburða þegar ekki er verið að veiða.