Færslur eftir merki: VEIÐI XIII

Frumskógarveiði í Bólivíu

Marga undanfarna vetur höfum við leitað ævintýra á framandi slóðum. Það er svo stórkostlegt að kanna heiminn með flugustöng í hönd og kasta á margar tegundir ólíkra fiska. Það er ekki allt silungur og lax.

Tvíhenduköst

Börkur Smári, F.F.I viðurkenndur flugukastkennari hjá Flugukast.is: Að skrifa um flugukastið, tæknina, færnina, tilfinninguna og gleðina sem fylgir vel heppnuðu flugukasti er eitthvað sem margir hafa gert, oftar en ekki í mjög löngu máli. Ég held að það sé ekki erfitt að skrifa um allt milli himins og jarðar sem tengist flugukastinu, enda af nógu að taka. En hitt er öllu snúnara, að skrifa í stuttu máli leiðbeiningar og punkta sem flestir geta tengt við og nýtt sér til góðs. En hér er mín tilraun að skrifa einfalda en hnitmiðaða punkta um tvíhenduköst.