Fimmtán íslenskar veiðikonur eru nýkomnar heim eftir veiðiferð til Grænlands þar sem þær veiddu bleikju í fjóra daga. Hópurinn hefur veitt saman í mörg ár og kallar sig Barmana. Meðal veiðisvæða sem þær hafa veitt má nefna Langá, Laxá í Kjós og Stóru-Laxá svo einhverjar ár séu tilgreindar.
Færslur eftir merki: Veiðisögur
Að vera með veiðidellu á lokastigi er bæði gæfa og á stundum kross að bera. Hann Hilmar Þór Sigurjónsson er svo sannarlega heltekinn af veiðibakteríunni. Hann er, þrátt fyrir að vera bara tólf ára gamall, orðinn liðtækur fluguhnýtari. Hann nýtir líka hverja stund sem gefst fyrir þá iðju.