Ný sending frá Alps Outdoorz í Bandaríkjunum er komin. Í sendingunni er mikið úrval af töskum og bakpokum en einnig vinsælu felubirgin sem hafa slegið í gegn frá því við kynntum þau fyrst.
Author Archives: Veiðihornið
„Þetta er svakalega stór fiskur,“ sagði Hrafn H. Hauksson við Jóa félaga sinn þar sem þeir voru staddir skammt ofan við Frúarhyl í Vatnsá. Hrafn sá eldrauðan, belgmikinn hæng sem lá á grunnu vatni.
Stærsti lax sem veiðst hefur í Grímsá í áratugi kom á land rétt fyrir hádegi í dag. Það var Jón Jónsson sem setti í og landaði þessari höfuðskepnu.
Kursk túpurnar eru eru komnar á flugubarinn í Síðumúla 8! Taumurinn er þræddur inn um hlið túpunnar líkt og á gárutúpum. Túpurnar rykkjast og skrikkjast því eftir botninum og koma af stað legnustu stórlöxum.
Feðgarnir Alexander Þór Sindrason og pabbi hans, Sindri Þór Kristjánsson áttu saman magnaða og allt að því dramatíska stórlaxastund í Elliðaánum í gær. Þeir voru staddir í Símastreng, þar sem Alexander Þór hafði fyrir tveimur árum veitt sinn stærsta lax á ævinni. Það var 86 sentímetra hængur sem tók fluguna Green But.
Félagsskapurinn Árdísir var stofnaður árið 2001. Þetta er félagsskapur kvenna sem stunda
stangveiði og í dag er meðlimafjöldinn rúmlega níutíu konur á öllum aldri. Þetta er án efa
stærsti kvennaveiðiklúbbur á landinu og þótt víðar væri leitað. Félagið byggir á hefðum og
ákveðinni formfestu þó að markmiðið sé gleði og góðar stundir, bæði við árbakkann og einnig á fjölmörgum skemmtunum sem Árdísir efna til fyrir sínar konur. Aðalfundur, árshátíð, vorfundur og uppskeruhátíð eru á meðal fastra viðburða þegar ekki er verið að veiða.
Hvernig gervigæsum er stillt upp skiptir höfðumáli þegar farið er í fyrirsát eða gæsaveiði. Einar Páll Garðarsson er reynd gæsaskytta til áratuga og við leituðum í hans smiðju varðandi hvernig hann raðar gæsunum upp til að ná sem bestum árangri. Eitt það fyrsta sem Palli nefndi var að veiðimaður þyrfti að standa klár á úr hvaða átt gæsirnir væru að koma. Best væri að fá fuglana inn á móti sér, frekar en að vera að fá flugið í bakið.
Veiðiáhugamaðurinn og verkfræðingurinn Peter Knox sem er 31 árs gamall er yfirhönnuður
Sage þegar kemur að flugustöngum. Síðustu stangirnar sem Sage sendi frá sér eru R8 Core
og R8 Salt. Core stöngin komst fyrst í hendur veiðimanna við upphaf veiðitíma vorið 2022.
Core fjölskyldan bíður allar gerðir og lengdir af einhendum sem hægt er að hugsa sér við
íslenskar aðstæður. Hvort sem við viljum veiða kraftmikla silunga á nettar þurrflugur eða fara með þungar túpur djúpt að leita að stórlaxi. „Við leitumst við að sameina list og vísindi þegar kemur að R8 Core stöngunum,“ segir Peter Knox í samtali við Veiði.
Sú fluga, eða flugufjölskylda sem gefið hefur langflesta laxa á Íslandi í sumar er Sunray. Hún er ýmist bókuð sem Sunray, Sunray Shadow eða Sun ray. Þegar tölur eru skoðaðar úr helstu ánum er Sunray undantekningalítið í efsta sæti. Rafræna veiðibókin Angling iQ heldur saman tölfræði yfir þetta.
Nú þegar besti veiðitíminn í laxinum er runninn upp og útlendingar á einkaþotum í bland við stöndug íslensk fyrirtæki keppast við að komast í bestu árnar, gerast líka ævintýri á öðrum sviðum stangveiðinnar. Fiskar eru misjafnlega dýrmætir og þá er það ekki endilega sentímetra fjöldinn sem ræður ríkjum. Við fréttum af mögnuðu ævintýri hjá einum 3ja ára í Elliðavatni.