Saga Leupold er merkileg en fyrirtækið fagnar brátt 120 árum frá stofnun. Leupold er fjölskyldufyrirtæki, enn í eigu afkomenda innflytjandanna sem stofnuðu félagið árið 1907.
Færslur eftir flokki: Skotveiði
Tveir kátustu og um leið stoltustu ferðamenn í Leifsstöð að morgni 14. september 2023 voru þær Elsa og María. Kátínan stafaði af því að loksins var að hefjast draumaferðin til Eistlands að skjóta rauðhjört.
Þegar haldið er til rjúpnaveiða þarf að hafa huga að íslenskt veðurfar getur verið fjölbreytt og breyst á mjög skömmum tíma og þá sérstaklega til fjalla.
Við höfum verið valin sem söluaðili á heyrnarhlífum frá ISO Tunes. Um er að ræða tvær gerðir af nettum og léttum heyrnarhlífum sem dempa niður skothvelli á 2 millisekúndum en magna upp umhverfishljóð.
Hann er verður 67 ára í haust en labbar enn flesta veiðimenn af sér, ef því er að skipta. Siggi er hreindýraleiðsögumaður á svæðum 1 og 2 og þekkir þær slóðir eins og lófana á sér. Hann hefur verið í leiðsögn frá árinu 1991 og hefur aðstoðað skyttur við að fella rúmlega fimmtán hundruð dýr á ferlinum. Sjálfur hefur Siggi skotið ríflega sex hundruð dýr og þau flest í óleyfi, upplýsir hann. Komum betur að því síðar.
Bráð hefur hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki frá því að hún var fyrst veitt árið 2010.
Hvernig gervigæsum er stillt upp skiptir höfðumáli þegar farið er í fyrirsát eða gæsaveiði. Einar Páll Garðarsson er reynd gæsaskytta til áratuga og við leituðum í hans smiðju varðandi hvernig hann raðar gæsunum upp til að ná sem bestum árangri. Eitt það fyrsta sem Palli nefndi var að veiðimaður þyrfti að standa klár á úr hvaða átt gæsirnir væru að koma. Best væri að fá fuglana inn á móti sér, frekar en að vera að fá flugið í bakið.
YETI-kælikistur í öllum lífsins litum eru væntanlegar í vikunni. YETI eru fallegar og vel hannaðar vörur. Tryggðu þér kistu í forsölu.
Það er fátt betra en að njóta gæðakaffis í íslenskri náttúru. OutIn tryggir þér verðlaunakaffi eins og það gerist best.
Allir skápar standast kröfur yfirvalda um öryggisskápa.Nú er tækifærið til að tryggja sér skáp úr næstu sendingu.










