Konum í skotveiði hefur fjölgað umtalsvert á síðari árum. Er það í takt við það sem er að gerast í stangveiðinni. Bára Einarsdóttir og veiðifélagi hennar Guðrún Hafberg voru í Eistlandi í janúar og skaut hópurinn bæði villisvín og rauðhirti. „Þetta kom bara upp með stuttum fyrirvara og eftir að hafa ekki komist í nokkur ár vegna Covid, þá gripum við tækifærið. Við höfum ekki komist síðastliðin tvö ár,“ upplýsir Bára í samtali við Sporðaköst.
Færslur eftir flokki: Sögur skotveiði
Fyrsti rjúpnadagurinn rennur upp á þriðjudag. Fjölmargir bíða spenntir eftir þeirri dagsetningu og ætla til veiða. Aðrir bíða aðeins lengur og taka næstu helgi.