Færslur eftir flokki: Fræðsla stangveiði

Gylfi Pálsson: Taktu mark á hugboði

Hugboð er skyndileg hugdetta, hugmynd, sem oft er betra að fylgja en hundsa. Þótt þú sért búinn að kasta „síðasta kasti“ kastaðu þá aftur ef þér finnst þú verðir að gera það. Það gaf mér eitt sinn 14 punda lax við Bergsnös í Stóru Laxá.

Haraldur Eiríksson: Fagmenn

Það að velja rétta búnaðinn fyrir fluguveiði er mikilvægt til að veiðimaðurinn geti notið útivistarinnar til fulls. Þetta á við alla þætti veiðinnar, allt frá flugustöngum, hjólum og sterkum önglum til fatnaðarins sjálfs, því það breytir litlu hversu góðar græjurnar eru ef fatnaðurinn er lekur og kaldur.

Eggert Skúlason : Góðar græjur og námskeið

Góðar græjur og námskeið. Flestir enda í fluguveiðinni. Þess vegna er um að gera að byrja sem fyrst að æfa sig og læra á því sviði. Ef þú ert að veiða á spún eða maðk er það frábært. En það bætir miklu í vopnabúrið að vera liðtækur með flugustöngina.