Á síðustu áratugum hefur orðið bylting í stangveiði. Á aðeins tveimur áratugum hefur fjölgun fluguveiðimanna á kostnað þeirra sem veiða með beitu eða spónum orðið gríðarleg.
Færslur eftir flokki: Fræðsla stangveiði
„Fluguhjólið er bara geymsla fyrir línuna og því þarftu ekki að vanda valið þegar kemur að því.“
Með tilkomu Veiðikortsins og vegna þess hve laxveiði er orðin dýr hefur ásókn í silungsveiði jafnt í ám sem vötnum aukist gífurlega síðustu árin. Því er tilvalið að nefna það sem miklu máli skiptir varðandi þá veiði.
Það er tvennt sem ég myndi ráðleggja þeim sem eru nýlega farnir að stunda fluguveiði. Þetta á þó sannarlega við lengra komna líka.
Hugboð er skyndileg hugdetta, hugmynd, sem oft er betra að fylgja en hundsa. Þótt þú sért búinn að kasta „síðasta kasti“ kastaðu þá aftur ef þér finnst þú verðir að gera það. Það gaf mér eitt sinn 14 punda lax við Bergsnös í Stóru Laxá.
Stundum finnur maður eitthvað sem virkar. Það getur verið fluga, veiðistaður eða jafnvel árstími. Það er ekki ýkja langt síðan silungur var einungis veiddur á yfirborðinu.
Það að velja rétta búnaðinn fyrir fluguveiði er mikilvægt til að veiðimaðurinn geti notið útivistarinnar til fulls. Þetta á við alla þætti veiðinnar, allt frá flugustöngum, hjólum og sterkum önglum til fatnaðarins sjálfs, því það breytir litlu hversu góðar græjurnar eru ef fatnaðurinn er lekur og kaldur.
Góðar græjur og námskeið. Flestir enda í fluguveiðinni. Þess vegna er um að gera að byrja sem fyrst að æfa sig og læra á því sviði. Ef þú ert að veiða á spún eða maðk er það frábært. En það bætir miklu í vopnabúrið að vera liðtækur með flugustöngina.
Sökkendar eru nauðsynlegir í allar veiðitöskur. Allir veiðimenn lenda í þeim aðstæðum að þurfa að koma veiðiflugum undir vatnsyfirboð einstaka sinnum.
Frammjókkandi taumar, einnig nefndir kónískir taumar eða teiperaðir taumar. Allt of fáir veiðimenn nota frammjókkandi tauma á flugulínur.
- 1
- 2