Færslur eftir flokki: Stangveiði

Tvíhendur fyrir alla fiska og allar aðstæður

Ný stangafjölskylda frá Sage hefur litið dagsins ljós. Tvíhendur fyrir alla fiska og allar aðstæður. Tvíhendur sem ráða jafnt við Skagit, Scandi og hefðbundnar Spey línur.
Hin nýja SAGE Spey R8 er ólík öllum tvíhendum sem komið hafa úr smiðju SAGE undanfarin ár því hér er komin stöng með mun dýpri hleðslu. Með R8 tækninni vinnur þessi fislétta stöng djúpt niður í handfang en skilar afar snörpu kasti með miklum línuhraða og af mikilli nákvæmni.

Þetta þarftu að vita um silunginn

Ólafur Tómas Guðbjartsson, Óli urriði, upplýsir um lykilatriði sem hann hefði viljað vita fyrr á ferlinum. Það er í sjálfu sér hálf furðulegt að óska sér þess að hafa aldrei að fullu farið í gegnum það langa lærdómsferli sem silungsveiðin er og hafa þess í stað hreinlega vitað flest allt í upphafi. Ég er vissulega þakklátur fyrir hvern þann lærdóm sem ég hef dregið á mínum uppvaxtarárum sem veiðimaður.

Þurrar og hreinar

Að taka fram vöðlurnar að vori er alltaf
jafn spennandi. Við viljum að sjálfsögðu
að þær séu í topp standi þegar stutt er í fyrsta veiðitúrinn. Þá er alltaf spurningin hvernig við gengum frá þeim síðasta haust. Þegar gengið er frá vöðlum eftir vertíðina er einkum þrennt sem mikilvægt er að hafa í huga.

Veiðitúrar eru mínir sálfræðitímar

Arnar trommari Of Monsters and Men: Einn veturinn voru Of Monsters and Men, sú stórgóða og heimsþekkta hljómsveit að spila í Brixton Academy í London sem er einn af þekktari tónleikastöðum þar í borg. Það var nokkuð liðið á tónleikana og hitinn í höllinni var mikill. Æstir aðdáendur tóku undir með í hittaranum Little Talks. Andrúmsloftið var rafmagnað og tónleikarnir að ná hápunkti sínum.

Tökum upp þráðinn

Það er komið haust og við skiptum brátt veiðigræjunum út fyrir hnýtingaáhöldin. Til þess að auðvelda fluguhnýturum lífið höfum við sett saman nokkra fluguhnýtingapakka með krókum og öllu nauðsynlegu efni til að hnýta flugurnar fyrir næsta sumar.

Sá fyrsti í heiminum með SAGE Spey R8

Það þótti tíðindum sæta þegar lifandi laxveiðigoðsögnin Tóti tönn var fyrsti veiðimaður í heiminum til að fá afhenta nýju Sage Spey R8 tvíhenduna. Mikil leynd hafði hvílt yfir stönginni og opinberunardagurinn var 16. janúar. Það er staðfest af framleiðendum að Tóti, Þórarinn Sigþórsson var fyrsti veiðimaðurinn sem fékk hana í hendurnar. Og karlinn beið ekki boðanna hann fór með hana út á Klambratún og prófaði gripinn samdægurs.

Þurrt eða burt

Þeir Caddisbræður, Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson eru nördar. Silungsveiðinördar. Ef einhver telur að orðið nörd sé neikvætt þá leiðréttist það hér með. Þeir eru lengra komnir í sinni silungsveiði en flestir vissu að hægt væri að komast. Námskeiðin þeirra um fluguveiði á urriðanum í Laxárdal hafa þegar hjálpað mörgum veiðimanninum og á sama tíma dýpkað skilning á lífríki, og hvernig hægt er að ná árangri.