Stærsti lax sem veiðst hefur í Grímsá í áratugi kom á land rétt fyrir hádegi í dag. Það var Jón Jónsson sem setti í og landaði þessari höfuðskepnu.
Færslur eftir merki: Hundraðkallar
Við spurðum hér á síðunni hvort framundan væri haust hinna stóru sjóbirtinga? Ekki óraði okkur fyrir því ævintýri sem sjóbirtingur á Suðurlandi er að verða.
Stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur á flugu á Íslandi veiddist í Tungufljóti í Vestur-Skaftafellssýslu á laugardag. Sporðaköst hafa í það minnsta ekki upplýsingar um svo stóran fisk með staðfestri mælingu. Stórfiskaævintýrið í Tungufljóti virðist engan endi ætla að taka.
Síðastliðin þrjú veiðitímabil hafa Sporðaköst haldið úti svokölluðum Hundraðkallalista. Þar höfum við skráð laxa sem hafa veiðst á Íslandi og hafa mælst hundrað sentímetrar eða lengri. Þessi fiskar eru fágætir og því merkisfengur fyrir hvern veiðimann.
Þegar veiðimenn í Víðidalsá hófu veiðar í gærmorgun var stærsti laxinn úr ánni 96 sentímetra lax. Raunar tveir slíkir, en mjög óvanalegt er þegar komið er fram í september að ekki hafi veiðst í það minnsta einn hundraðkall.
Einn stærsti lax sem veiðst hefur í Norðurá á þessari öld kom á land í morgun. Þar var að verki Einar Sigfússon sem sá um rekstur Norðurár um nokkurt skeið, þar til í fyrra að hann taldi nóg komið. Laxinn veiddist mjög neðarlega í ánni í svo kölluðum Neðsta streng sem er neðan við sumarhúsabyggðina í Munaðarnesi.