Tvisvar á ári er haldin vel sótt keppni í sjóbirtingsveiði í Danmörku. Keppnin fer fram við strendur Fjóns og að hluta til á strandlengju Jótlands. Veitt er frá ströndinni og hafa tveir Íslendingar sem Sporðaköst vita um stundað þessa keppni og tekið þátt níu sinnum.
Færslur eftir merki: Sjóbirtingur
Stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur í vor, kom á land fyrir nokkrum dögum síðan í Eldvatni í Meðallandi. Fiskurinn mældist 99 sentímetrar. Veiðimaðurinn sem fékk hann hefur veitt árum saman í Eldvatninu og var staddur í veiðistaðnum Villa. Síminn var orðinn batteríslítill þegar hann kom í Villann. Hann ákvað að setja símann í hleðslu í bílnum áður en hann óð út á veiðistaðinn. Engar myndir eru því til að þessum met fiski.