Við spurðum hér á síðunni hvort framundan væri haust hinna stóru sjóbirtinga? Ekki óraði okkur fyrir því ævintýri sem sjóbirtingur á Suðurlandi er að verða.
Færslur eftir merki: Tungufljót
Stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur á flugu á Íslandi veiddist í Tungufljóti í Vestur-Skaftafellssýslu á laugardag. Sporðaköst hafa í það minnsta ekki upplýsingar um svo stóran fisk með staðfestri mælingu. Stórfiskaævintýrið í Tungufljóti virðist engan endi ætla að taka.
Stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur í vor, kom á land fyrir nokkrum dögum síðan í Eldvatni í Meðallandi. Fiskurinn mældist 99 sentímetrar. Veiðimaðurinn sem fékk hann hefur veitt árum saman í Eldvatninu og var staddur í veiðistaðnum Villa. Síminn var orðinn batteríslítill þegar hann kom í Villann. Hann ákvað að setja símann í hleðslu í bílnum áður en hann óð út á veiðistaðinn. Engar myndir eru því til að þessum met fiski.