Pure Fishing til Veiðihornsins

Pure Fishing til Veiðihornsins.

Bráð ehf., rekstrarfélag Veiðihornsins hefur tekið við umboði fyrir Pure Fishing og öll merki samsteypunnar.

Pure Fishing er gríðarlega stórt bandarískt félag sem á og rekur næstum 20 fyrirtæki og merki.  Merki á borð við Abu, Hardy, Shakespeare, Greys, Mitchell, Berkley, Penn og fjöldamörg önnur eru í þessum hópi.

Það er okkur mikil ánægja að vera treyst fyrir dreifingu á öllum þessum vel þekktu og virtu merkjum í veiðiheiminum.  Heildsöluhluti Bráðar ehf. verður efldur til muna til þess að sinna fjölmörgum endurseljendum víða um land auk þess sem vöruúrval eykst til muna bæði í Veiðihorninu Síðumúla og Veiðimanninum  Krókhálsi.

Fyrsta sending er komin til okkar og lítill hluti af vöruúrvali kominn í netverslun.  Önnur sending er væntanleg til okkar í desember.

Abu þarf ekki að kynna fyrir íslenskum veiðimönnum.  Við spáum því að þessi stöng verði vinsæl hjá okkur.

Hardy verður 150 ára á næsta ári en þá verða einnig 120 ár frá því að Hardy Perfect fluguhjólið kom fyrst á markað.  Það er enn í framleiðslu, sölu og notkun.

Shakespeare verður 125 ára á næsta ári.  Shakespeare eru þekktir fyrir framleiðslu á stangaveiðivörum á mjög hagstæðu verði.  Sjáðu til dæmis þessa.

Við munum segja betur frá öllum þessum vörumerkjum og vörum í fréttadálki næstu daga og vikur.

Óli