Einstök eftirþjónusta

Vel heppnaðir Simmsdagar

Viðskiptavinir okkar tóku vel við sér þegar við héldum enn eina Simmsdaga en 20. til 24. október buðum við fría ástandsskoðun og lagfæringar á vöðlum frá bandaríska framleiðandanum, Simms. Þær viðgerðir sem krefjast sérstakra tækja og við ráðum ekki við eru sendar til Gore-tex verkstæðis Simms í Evrópu og verður gert við þar gegn vægu gjaldi.

Vel á annað hundrað vöðlur skiluðu sér inn til okkar og verðum við fáeina daga að vinna niður fjallið.

Sú staðreynd að Simms vöðlur eru einu vöðlurnar á stangveiðimarkaði með Gore-tex öndunarfilmu og einstök eftirþjónustan skilur á milli Simms og annarra merkja.

Vegna veikingar krónunnar gagnvart USD frá því í vor má reikna með allnokkrum verðhækkunum um áramótin. Það gæti því verið sniðugur leikur að setja Simms á óskalistann fyrir jólin.

Mundu að við sendum allar netpantanir yfir 10.000 kr. frítt á næsta pósthús við þig.

Vel á annað hundrað vöðlur skiluðu sér inn til okkar og verðum við fáeina daga að vinna niður fjallið.