Author Archives: Veiðihornið

Tvíhendur fyrir alla fiska og allar aðstæður

Ný stangafjölskylda frá Sage hefur litið dagsins ljós. Tvíhendur fyrir alla fiska og allar aðstæður. Tvíhendur sem ráða jafnt við Skagit, Scandi og hefðbundnar Spey línur.
Hin nýja SAGE Spey R8 er ólík öllum tvíhendum sem komið hafa úr smiðju SAGE undanfarin ár því hér er komin stöng með mun dýpri hleðslu. Með R8 tækninni vinnur þessi fislétta stöng djúpt niður í handfang en skilar afar snörpu kasti með miklum línuhraða og af mikilli nákvæmni.

Stærsti framleiðandi sjónauka í Bandaríkjunum

Saga Leupold er merkileg en fyrirtækið fagnar brátt 120 árum frá stofnun. Leupold er fjölskyldufyrirtæki, enn í eigu afkomenda innflytjandanna sem stofnuðu félagið árið 1907.

Þetta þarftu að vita um silunginn

Ólafur Tómas Guðbjartsson, Óli urriði, upplýsir um lykilatriði sem hann hefði viljað vita fyrr á ferlinum. Það er í sjálfu sér hálf furðulegt að óska sér þess að hafa aldrei að fullu farið í gegnum það langa lærdómsferli sem silungsveiðin er og hafa þess í stað hreinlega vitað flest allt í upphafi. Ég er vissulega þakklátur fyrir hvern þann lærdóm sem ég hef dregið á mínum uppvaxtarárum sem veiðimaður.

Sóttu silfur og brons til Eistlands

Tveir kátustu og um leið stoltustu ferðamenn í Leifsstöð að morgni 14. september 2023 voru þær Elsa og María. Kátínan stafaði af því að loksins var að hefjast draumaferðin til Eistlands að skjóta rauðhjört.

Þurrar og hreinar

Að taka fram vöðlurnar að vori er alltaf
jafn spennandi. Við viljum að sjálfsögðu
að þær séu í topp standi þegar stutt er í fyrsta veiðitúrinn. Þá er alltaf spurningin hvernig við gengum frá þeim síðasta haust. Þegar gengið er frá vöðlum eftir vertíðina er einkum þrennt sem mikilvægt er að hafa í huga.

Hreindýraskytta í hálfa öld

Hann er verður 67 ára í haust en labbar enn flesta veiðimenn af sér, ef því er að skipta. Siggi er hreindýraleiðsögumaður á svæðum 1 og 2 og þekkir þær slóðir eins og lófana á sér. Hann hefur verið í leiðsögn frá árinu 1991 og hefur aðstoðað skyttur við að fella rúmlega fimmtán hundruð dýr á ferlinum. Sjálfur hefur Siggi skotið ríflega sex hundruð dýr og þau flest í óleyfi, upplýsir hann. Komum betur að því síðar.