Konum í skotveiði hefur fjölgað umtalsvert á síðari árum. Er það í takt við það sem er að gerast í stangveiðinni. Bára Einarsdóttir og veiðifélagi hennar Guðrún Hafberg voru í Eistlandi í janúar og skaut hópurinn bæði villisvín og rauðhirti. „Þetta kom bara upp með stuttum fyrirvara og eftir að hafa ekki komist í nokkur ár vegna Covid, þá gripum við tækifærið. Við höfum ekki komist síðastliðin tvö ár,“ upplýsir Bára í samtali við Sporðaköst.
Færslur eftir merki: Veitt erlendis
Það er hægt að stunda stangveiði allt árið þó svo að íslenska veiðisumarið sé stutt. Margir leita í heitari lönd eða þar sem árstíðir eru á öðrum tíma en á norðurhveli. Svo er það sjóstöngin sem hægt er að stunda allt árið.
Tvisvar á ári er haldin vel sótt keppni í sjóbirtingsveiði í Danmörku. Keppnin fer fram við strendur Fjóns og að hluta til á strandlengju Jótlands. Veitt er frá ströndinni og hafa tveir Íslendingar sem Sporðaköst vita um stundað þessa keppni og tekið þátt níu sinnum.
Sjö veiðimenn frá Íslandi héldu á vit ævintýra í leit að risa Tarpoon við strendur Kosta Ríka fyrr í þessum mánuði. Þeir settu í og slógust við fiska í yfirstærð, þrátt fyrir erfið skilyrði en þeir komu á svæðið í kjölfar fellibylsins Irma.