Hvernig gervigæsum er stillt upp skiptir höfðumáli þegar farið er í fyrirsát eða gæsaveiði. Einar Páll Garðarsson er reynd gæsaskytta til áratuga og við leituðum í hans smiðju varðandi hvernig hann raðar gæsunum upp til að ná sem bestum árangri. Eitt það fyrsta sem Palli nefndi var að veiðimaður þyrfti að standa klár á úr hvaða átt gæsirnir væru að koma. Best væri að fá fuglana inn á móti sér, frekar en að vera að fá flugið í bakið.
Færslur eftir flokki: Sporðaköst skotveiði
Konum í skotveiði hefur fjölgað umtalsvert á síðari árum. Er það í takt við það sem er að gerast í stangveiðinni. Bára Einarsdóttir og veiðifélagi hennar Guðrún Hafberg voru í Eistlandi í janúar og skaut hópurinn bæði villisvín og rauðhirti. „Þetta kom bara upp með stuttum fyrirvara og eftir að hafa ekki komist í nokkur ár vegna Covid, þá gripum við tækifærið. Við höfum ekki komist síðastliðin tvö ár,“ upplýsir Bára í samtali við Sporðaköst.
Náttúrustofa Austurlands leggur til að ekki verði fleiri en 938 hreindýr veidd á næsta ári hérlendis, þ.e. 501 kýr og 437 tarfar.
Fyrsti rjúpnadagurinn rennur upp á þriðjudag. Fjölmargir bíða spenntir eftir þeirri dagsetningu og ætla til veiða. Aðrir bíða aðeins lengur og taka næstu helgi.
Veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember – 4. desember í ár. Heimilt verður að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur.
Umhverfisstofnun (UST) hefur skilað tillögum sínum til ráðherra vegna komandi rjúpnatímabils. Undanfarna daga hefur gætt vaxandi óánægju meðal skotveiðimanna hversu dregist hefur á langinn að gefið verði út með hvaða fyrirkomulagi verður heimilt að veiða rjúpu þetta veiðitímabilið. Skotveiðifélag Íslands birti færslu á Facbook síðu sinni fyrr í dag þar sem upplýst er að tillögurnar séu komnar til ráðherra. Á þeim tillögum byggir ráðherra svo sína ákvörðun. Það sem er ljóst við skoðun á tillögum UST er tvennt. Leyft verður að veiða rjúpu og UST leggur til fleiri daga en í fyrra. Færslan í heild sinni hljóðar svo.
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt mat á veiðiþol rjúpnastofnsins fyrir komandi veiðivertíð. Veiðistofninn er metinn 297 þúsund fuglar og hafa niðurstöðurnar verið kynntar Umhverfisstofnun með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 26 þúsund fuglar. Í frétt á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) er farið yfir stöðuna og þar segir: „Veiðistofn rjúpunnar er metinn 297 þúsund fuglar haustið 2022 og ráðlögð veiði er um 26 þúsund fuglar eða um sex fuglar á veiðimann.“