Til hamingju!

Vinningshafi vikunnar

Vikulega til jóla drögum við eitt nafn af póstlista Veiðihornsins og færum viðkomandi gjöf. Í þessari viku drógum við nafn Gunnars Sigurðssonar.

Vinningur vikunnar er þrælsniðug „digital“ vog frá Berkley. Við höfðum samband við Gunnar í morgun og sögðum honum frá vinningnum.

Í næstu viku drögum við stóra vinninginn sem er 50.000 króna netgjafabréf sem þú getur notað í hvað sem þú finnur í veiðibúð allra landsmanna á netinu.

Segðu veiðifélögunum frá VEIÐIFRÉTTUM Veiðihornsins, skráning á póstlistann gæti borgað sig.

 
Veiðihornið

Næsti vinningur: