Alps felubirgi

Ný sending frá Alps Outdoorz í Bandaríkjunum er komin.

Í sendingunni er mikið úrval af töskum og bakpokum en einnig vinsælu felubirgin sem hafa slegið í gegn frá því við kynntum þau fyrst. Birgin eru afar einföld í notkun. Engin þörf er á að setja birgin saman heldur koma þau tilbúin til notkunar. Birgjunum er hægt að smella á bakið til að auðvelda flutning. Þegar komið er á rétta staðinn eru strappar einfaldlega losaðir og birgið brotið sundur. Eins einfalt og hugsast getur.

Við bjóðum þrjár gerðir af birgjum frá Alps …

Alps Alpha Waterfowl Blind Tan

Stórt birgi sem rúmar vel fjóra veiðimenn og hund. Hægt að fá hundabirgi sem tengist birginu og auðveldar aðgengi hundsins úr og inn í birgið. Auðvelt og fljótlegt í uppsetningu og frágangi. Birgið rúllast upp þegar það er tekið saman og er auðvelt í flutningi og fer lítið fyrir í geymslu.
Birgið vegur aðeins 17,6 kíló.

Alps Legend Layout Blind MAX-7

Þægilegt birgi sem auðvelt er í samsetningu og flutningi. MAX-7 felumynstur. Vatnsheldur botn. Strappar til þess að koma fyrir korni / hálmi og hylja birgið enn betur. Þægilegur seta og bólstraður höfuðpúði. Bakpokaólar til að auðvelda flutning.

Alps Zero-Gravity Layout Blind MAX-7

„Zero Gravity“ bekkurinn liggur neðarlega. Þægilegt birgi með góðu útsýni. Auðvelt í uppsetningu og flutningi. Hægt að fjarlægja ytra birði birgisins. Strappar til að raða í korni / hálmi og hylja birgið enn betur. Bakpokaólar til að auðvelda flutning. Þægilegur bekkur og bólstraður höfuðpúði.

Förum varlega á veiðislóð.
Góða skemmtun,
Veiðihornið

Alps Outdoorz – Felubirgi í netverslun