Við spurðum hér á síðunni hvort framundan væri haust hinna stóru sjóbirtinga? Ekki óraði okkur fyrir því ævintýri sem sjóbirtingur á Suðurlandi er að verða.
Author Archives: Veiðihornið
Við vorum að taka upp sendingu frá Temple Fork Outfitters í Bandaríkjunum.
Sjö veiðimenn frá Íslandi héldu á vit ævintýra í leit að risa Tarpoon við strendur Kosta Ríka fyrr í þessum mánuði. Þeir settu í og slógust við fiska í yfirstærð, þrátt fyrir erfið skilyrði en þeir komu á svæðið í kjölfar fellibylsins Irma.
Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur og oft titlaður urriðahvíslari, átti skemmtilega endurfundi við stórlax í Lagarfljóti í byrjun mánaðarins. Þá veiddi Jóhannes 101 sentímetra lax í net sem hann hafði lagt, til að ná í klakfisk fyrir fiskræktarverkefni sem hann er að vinna að þar eystra.
Þegar haldið er til rjúpnaveiða þarf að hafa huga að íslenskt veðurfar getur verið fjölbreytt og breyst á mjög skömmum tíma og þá sérstaklega til fjalla.
Ítölsku tvíhleyptu haglabyssurnar frá FAIR eru komnar í góðu úrvali á byssuvegginn í Veiðihorninu.
Einstök eftirþjónusta!
Við höldum Simmsdaga í Veiðihorninu dagana 20. til 24. október.
Veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember – 4. desember í ár. Heimilt verður að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur.
Stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur á flugu á Íslandi veiddist í Tungufljóti í Vestur-Skaftafellssýslu á laugardag. Sporðaköst hafa í það minnsta ekki upplýsingar um svo stóran fisk með staðfestri mælingu. Stórfiskaævintýrið í Tungufljóti virðist engan endi ætla að taka.
Nú þegar farið er að kólna og öll stangveiði úti í bili er kominn tími til að dusta rykið af fluguhnýtingaverkfærunum.