Færslur eftir flokki: Reyndir gefa ráð

Þetta þarftu að vita um silunginn

Ólafur Tómas Guðbjartsson, Óli urriði, upplýsir um lykilatriði sem hann hefði viljað vita fyrr á ferlinum. Það er í sjálfu sér hálf furðulegt að óska sér þess að hafa aldrei að fullu farið í gegnum það langa lærdómsferli sem silungsveiðin er og hafa þess í stað hreinlega vitað flest allt í upphafi. Ég er vissulega þakklátur fyrir hvern þann lærdóm sem ég hef dregið á mínum uppvaxtarárum sem veiðimaður.

Þurrar og hreinar

Að taka fram vöðlurnar að vori er alltaf
jafn spennandi. Við viljum að sjálfsögðu
að þær séu í topp standi þegar stutt er í fyrsta veiðitúrinn. Þá er alltaf spurningin hvernig við gengum frá þeim síðasta haust. Þegar gengið er frá vöðlum eftir vertíðina er einkum þrennt sem mikilvægt er að hafa í huga.

Þurrt eða burt

Þeir Caddisbræður, Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson eru nördar. Silungsveiðinördar. Ef einhver telur að orðið nörd sé neikvætt þá leiðréttist það hér með. Þeir eru lengra komnir í sinni silungsveiði en flestir vissu að hægt væri að komast. Námskeiðin þeirra um fluguveiði á urriðanum í Laxárdal hafa þegar hjálpað mörgum veiðimanninum og á sama tíma dýpkað skilning á lífríki, og hvernig hægt er að ná árangri.

Veldu línu sem hentar aðstæðum

Allir fluguveiðimenn þekkja vörumerkið Rio þegar kemur að flugulínum. Simon Gawesworth er einn af þeim sem skapað hafa þá velgengni sem Rio hefur átt að fagna. Hann var einn af lykilmönnum í þróun og prófunum á Rio línunum í tæpan aldarfjórðung. Rio Products er hluti af Far Bank fyrirtækjasamstæðunni sem meðal annars fóstrar Sage og Redington.

Tvíhenduköst

Börkur Smári, F.F.I viðurkenndur flugukastkennari hjá Flugukast.is: Að skrifa um flugukastið, tæknina, færnina, tilfinninguna og gleðina sem fylgir vel heppnuðu flugukasti er eitthvað sem margir hafa gert, oftar en ekki í mjög löngu máli. Ég held að það sé ekki erfitt að skrifa um allt milli himins og jarðar sem tengist flugukastinu, enda af nógu að taka. En hitt er öllu snúnara, að skrifa í stuttu máli leiðbeiningar og punkta sem flestir geta tengt við og nýtt sér til góðs. En hér er mín tilraun að skrifa einfalda en hnitmiðaða punkta um tvíhenduköst.

Gylfi Pálsson: Taktu mark á hugboði

Hugboð er skyndileg hugdetta, hugmynd, sem oft er betra að fylgja en hundsa. Þótt þú sért búinn að kasta „síðasta kasti“ kastaðu þá aftur ef þér finnst þú verðir að gera það. Það gaf mér eitt sinn 14 punda lax við Bergsnös í Stóru Laxá.

Haraldur Eiríksson: Fagmenn

Það að velja rétta búnaðinn fyrir fluguveiði er mikilvægt til að veiðimaðurinn geti notið útivistarinnar til fulls. Þetta á við alla þætti veiðinnar, allt frá flugustöngum, hjólum og sterkum önglum til fatnaðarins sjálfs, því það breytir litlu hversu góðar græjurnar eru ef fatnaðurinn er lekur og kaldur.