Færslur eftir flokki: Stangveiði

Veiðimenn telja vetrarhörkur jákvæðar

Hörku vet­ur eins og hef­ur verið á land­inu síðasta mánuð leggst vel í veiðimenn. Bæði eyk­ur það lík­ur á góðum vatns­bú­skap á nýju veiðisumri og lagðar ár veita meira skjól fyr­ir seiði. Við höld­um áfram með vænt­ing­ar og von­ir veiðimanna fyr­ir kom­andi sum­ar. Sum­ir jafn­vel setja sig í völvu stell­ing­ar og er það áhuga­vert.

Adrenalínið flæddi á Seychelleseyjum

Það er hægt að stunda stang­veiði allt árið þó svo að ís­lenska veiðisum­arið sé stutt. Marg­ir leita í heit­ari lönd eða þar sem árstíðir eru á öðrum tíma en á norður­hveli. Svo er það sjó­stöng­in sem hægt er að stunda allt árið.

Keppa í sjóbirtingsveiði í Danmörku

Tvisvar á ári er hald­in vel sótt keppni í sjó­birt­ingsveiði í Dan­mörku. Keppn­in fer fram við strend­ur Fjóns og að hluta til á strand­lengju Jót­lands. Veitt er frá strönd­inni og hafa tveir Íslend­ing­ar sem Sporðaköst vita um stundað þessa keppni og tekið þátt níu sinn­um.

Á stórfiskaslóðum við Kosta Ríka

Sjö veiðimenn frá Íslandi héldu á vit æv­in­týra í leit að risa Tarpoon við strend­ur Kosta Ríka fyrr í þess­um mánuði. Þeir settu í og slóg­ust við fiska í yf­ir­stærð, þrátt fyr­ir erfið skil­yrði en þeir komu á svæðið í kjöl­far felli­byls­ins Irma.