Færslur eftir flokki: Stangveiði

Allt sem þú þarft að vita um hundraðkalla

Síðastliðin þrjú veiðitíma­bil hafa Sporðaköst haldið úti svo­kölluðum Hundraðkalla­lista. Þar höf­um við skráð laxa sem hafa veiðst á Íslandi og hafa mælst hundrað sentí­metr­ar eða lengri. Þessi fisk­ar eru fá­gæt­ir og því merk­is­feng­ur fyr­ir hvern veiðimann.

Hvar var besta veiðin sumarið 2022?

Veiði á stöng á dag er lík­leg­ast besti mæli­kv­arðinn þegar horft er til þess, hvar besta veiðin var í sum­ar? Við höf­um tekið sam­an lista yfir ríf­lega þrjá­tíu ár þar sem þetta hlut­fall er reiknað út. Þrátt fyr­ir að ekki liggi fyr­ir loka­töl­ur í Urriðafossi í Þjórsá er svæðið með mestu meðal­veiði á hverja dags­stöng eða 2,73 laxa. Í öðru sæti er svo Leir­vogsá með 2,53 laxa á stöng á dag.

Fóru 15 í „sturlaða“ ferð til Grænlands

Fimmtán ís­lensk­ar veiðikon­ur eru ný­komn­ar heim eft­ir veiðiferð til Græn­lands þar sem þær veiddu bleikju í fjóra daga. Hóp­ur­inn hef­ur veitt sam­an í mörg ár og kall­ar sig Barm­ana. Meðal veiðisvæða sem þær hafa veitt má nefna Langá, Laxá í Kjós og Stóru-Laxá svo ein­hverj­ar ár séu til­greind­ar.

Kursk spennandi í haustveiðina

Haust­veiðin kall­ar oft á breytt­ar áhersl­ur í veiðinni. Með kóln­andi veðri fylg­ir oft töku­leysi og lax­inn er bú­inn að sjá flest­ar flug­ur og það oft. Hann er lagst­ur og far­inn að huga að hrygn­ingu. Það er við þess­ar aðstæður sem oft þarf að taka fram þunga­vopn­in. Við leituðum í smiðju Ólafs Vig­fús­son­ar í Veiðihorn­inu sem oft hef­ur gefið ráð um flug­ur fyr­ir les­end­ur Sporðak­asta.

Gylfi Pálsson: Taktu mark á hugboði

Hugboð er skyndileg hugdetta, hugmynd, sem oft er betra að fylgja en hundsa. Þótt þú sért búinn að kasta „síðasta kasti“ kastaðu þá aftur ef þér finnst þú verðir að gera það. Það gaf mér eitt sinn 14 punda lax við Bergsnös í Stóru Laxá.

Haraldur Eiríksson: Fagmenn

Það að velja rétta búnaðinn fyrir fluguveiði er mikilvægt til að veiðimaðurinn geti notið útivistarinnar til fulls. Þetta á við alla þætti veiðinnar, allt frá flugustöngum, hjólum og sterkum önglum til fatnaðarins sjálfs, því það breytir litlu hversu góðar græjurnar eru ef fatnaðurinn er lekur og kaldur.