Feðgarnir Alexander Þór Sindrason og pabbi hans, Sindri Þór Kristjánsson áttu saman magnaða og allt að því dramatíska stórlaxastund í Elliðaánum í gær. Þeir voru staddir í Símastreng, þar sem Alexander Þór hafði fyrir tveimur árum veitt sinn stærsta lax á ævinni. Það var 86 sentímetra hængur sem tók fluguna Green But.
Færslur eftir flokki: Sögur stangveiði
Félagsskapurinn Árdísir var stofnaður árið 2001. Þetta er félagsskapur kvenna sem stunda
stangveiði og í dag er meðlimafjöldinn rúmlega níutíu konur á öllum aldri. Þetta er án efa
stærsti kvennaveiðiklúbbur á landinu og þótt víðar væri leitað. Félagið byggir á hefðum og
ákveðinni formfestu þó að markmiðið sé gleði og góðar stundir, bæði við árbakkann og einnig á fjölmörgum skemmtunum sem Árdísir efna til fyrir sínar konur. Aðalfundur, árshátíð, vorfundur og uppskeruhátíð eru á meðal fastra viðburða þegar ekki er verið að veiða.
Veiðiáhugamaðurinn og verkfræðingurinn Peter Knox sem er 31 árs gamall er yfirhönnuður
Sage þegar kemur að flugustöngum. Síðustu stangirnar sem Sage sendi frá sér eru R8 Core
og R8 Salt. Core stöngin komst fyrst í hendur veiðimanna við upphaf veiðitíma vorið 2022.
Core fjölskyldan bíður allar gerðir og lengdir af einhendum sem hægt er að hugsa sér við
íslenskar aðstæður. Hvort sem við viljum veiða kraftmikla silunga á nettar þurrflugur eða fara með þungar túpur djúpt að leita að stórlaxi. „Við leitumst við að sameina list og vísindi þegar kemur að R8 Core stöngunum,“ segir Peter Knox í samtali við Veiði.
Það er hægt að stunda stangveiði allt árið þó svo að íslenska veiðisumarið sé stutt. Margir leita í heitari lönd eða þar sem árstíðir eru á öðrum tíma en á norðurhveli. Svo er það sjóstöngin sem hægt er að stunda allt árið.
Tvisvar á ári er haldin vel sótt keppni í sjóbirtingsveiði í Danmörku. Keppnin fer fram við strendur Fjóns og að hluta til á strandlengju Jótlands. Veitt er frá ströndinni og hafa tveir Íslendingar sem Sporðaköst vita um stundað þessa keppni og tekið þátt níu sinnum.
Sjö veiðimenn frá Íslandi héldu á vit ævintýra í leit að risa Tarpoon við strendur Kosta Ríka fyrr í þessum mánuði. Þeir settu í og slógust við fiska í yfirstærð, þrátt fyrir erfið skilyrði en þeir komu á svæðið í kjölfar fellibylsins Irma.
Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur og oft titlaður urriðahvíslari, átti skemmtilega endurfundi við stórlax í Lagarfljóti í byrjun mánaðarins. Þá veiddi Jóhannes 101 sentímetra lax í net sem hann hafði lagt, til að ná í klakfisk fyrir fiskræktarverkefni sem hann er að vinna að þar eystra.
Stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur á flugu á Íslandi veiddist í Tungufljóti í Vestur-Skaftafellssýslu á laugardag. Sporðaköst hafa í það minnsta ekki upplýsingar um svo stóran fisk með staðfestri mælingu. Stórfiskaævintýrið í Tungufljóti virðist engan endi ætla að taka.
Fyrir mörgum árum sagði við mig góður maður sem nú er fallinn frá; „Óli, ef þú ferð með eina flugu í Elliðaárnar skaltu taka með þér Black Brahan á silfurþríkrók númer 10 eða 12.“
Hugboð er skyndileg hugdetta, hugmynd, sem oft er betra að fylgja en hundsa. Þótt þú sért búinn að kasta „síðasta kasti“ kastaðu þá aftur ef þér finnst þú verðir að gera það. Það gaf mér eitt sinn 14 punda lax við Bergsnös í Stóru Laxá.