Færslur eftir flokki: Stangveiði

Óbreytt verð þriðja árið í röð

Veiðikortið, sem nýt­ur mik­illa vin­sælda meðal stang­veiðimanna kem­ur út núna í átjánda skipti. Verðið er óbreytt milli ára og er það þriðja árið í röð sem verðið er það sama. Í tveggja stafa verðbólgu er það ákaf­lega ánægju­legt að sjá að al­menn­ar verðhækk­an­ir hafa ekki áhrif á þenn­an úti­vist­ar­kost sem sí­fellt fleiri nýta sér.

Veiðimenn telja vetrarhörkur jákvæðar

Hörku vet­ur eins og hef­ur verið á land­inu síðasta mánuð leggst vel í veiðimenn. Bæði eyk­ur það lík­ur á góðum vatns­bú­skap á nýju veiðisumri og lagðar ár veita meira skjól fyr­ir seiði. Við höld­um áfram með vænt­ing­ar og von­ir veiðimanna fyr­ir kom­andi sum­ar. Sum­ir jafn­vel setja sig í völvu stell­ing­ar og er það áhuga­vert.

Adrenalínið flæddi á Seychelleseyjum

Það er hægt að stunda stang­veiði allt árið þó svo að ís­lenska veiðisum­arið sé stutt. Marg­ir leita í heit­ari lönd eða þar sem árstíðir eru á öðrum tíma en á norður­hveli. Svo er það sjó­stöng­in sem hægt er að stunda allt árið.

Keppa í sjóbirtingsveiði í Danmörku

Tvisvar á ári er hald­in vel sótt keppni í sjó­birt­ingsveiði í Dan­mörku. Keppn­in fer fram við strend­ur Fjóns og að hluta til á strand­lengju Jót­lands. Veitt er frá strönd­inni og hafa tveir Íslend­ing­ar sem Sporðaköst vita um stundað þessa keppni og tekið þátt níu sinn­um.