Author Archives: Veiðihornið

Allt sem þú þarft að vita um hundraðkalla

Síðastliðin þrjú veiðitíma­bil hafa Sporðaköst haldið úti svo­kölluðum Hundraðkalla­lista. Þar höf­um við skráð laxa sem hafa veiðst á Íslandi og hafa mælst hundrað sentí­metr­ar eða lengri. Þessi fisk­ar eru fá­gæt­ir og því merk­is­feng­ur fyr­ir hvern veiðimann.

Hvar var besta veiðin sumarið 2022?

Veiði á stöng á dag er lík­leg­ast besti mæli­kv­arðinn þegar horft er til þess, hvar besta veiðin var í sum­ar? Við höf­um tekið sam­an lista yfir ríf­lega þrjá­tíu ár þar sem þetta hlut­fall er reiknað út. Þrátt fyr­ir að ekki liggi fyr­ir loka­töl­ur í Urriðafossi í Þjórsá er svæðið með mestu meðal­veiði á hverja dags­stöng eða 2,73 laxa. Í öðru sæti er svo Leir­vogsá með 2,53 laxa á stöng á dag.

UST leggur til fjölgun daga á rjúpu

Um­hverf­is­stofn­un (UST) hef­ur skilað til­lög­um sín­um til ráðherra vegna kom­andi rjúpna­tíma­bils. Und­an­farna daga hef­ur gætt vax­andi óánægju meðal skot­veiðimanna hversu dreg­ist hef­ur á lang­inn að gefið verði út með hvaða fyr­ir­komu­lagi verður heim­ilt að veiða rjúpu þetta veiðitíma­bilið. Skot­veiðifé­lag Íslands birti færslu á Fac­book síðu sinni fyrr í dag þar sem upp­lýst er að til­lög­urn­ar séu komn­ar til ráðherra. Á þeim til­lög­um bygg­ir ráðherra svo sína ákvörðun. Það sem er ljóst við skoðun á til­lög­um UST er tvennt. Leyft verður að veiða rjúpu og UST legg­ur til fleiri daga en í fyrra. Færsl­an í heild sinni hljóðar svo.

Fóru 15 í „sturlaða“ ferð til Grænlands

Fimmtán ís­lensk­ar veiðikon­ur eru ný­komn­ar heim eft­ir veiðiferð til Græn­lands þar sem þær veiddu bleikju í fjóra daga. Hóp­ur­inn hef­ur veitt sam­an í mörg ár og kall­ar sig Barm­ana. Meðal veiðisvæða sem þær hafa veitt má nefna Langá, Laxá í Kjós og Stóru-Laxá svo ein­hverj­ar ár séu til­greind­ar.

Kursk spennandi í haustveiðina

Haust­veiðin kall­ar oft á breytt­ar áhersl­ur í veiðinni. Með kóln­andi veðri fylg­ir oft töku­leysi og lax­inn er bú­inn að sjá flest­ar flug­ur og það oft. Hann er lagst­ur og far­inn að huga að hrygn­ingu. Það er við þess­ar aðstæður sem oft þarf að taka fram þunga­vopn­in. Við leituðum í smiðju Ólafs Vig­fús­son­ar í Veiðihorn­inu sem oft hef­ur gefið ráð um flug­ur fyr­ir les­end­ur Sporðak­asta.