Á síðustu áratugum hefur orðið bylting í stangveiði. Á aðeins tveimur áratugum hefur fjölgun fluguveiðimanna á kostnað þeirra sem veiða með beitu eða spónum orðið gríðarleg.
Author Archives: Veiðihornið
„Fluguhjólið er bara geymsla fyrir línuna og því þarftu ekki að vanda valið þegar kemur að því.“
Síðastliðin þrjú veiðitímabil hafa Sporðaköst haldið úti svokölluðum Hundraðkallalista. Þar höfum við skráð laxa sem hafa veiðst á Íslandi og hafa mælst hundrað sentímetrar eða lengri. Þessi fiskar eru fágætir og því merkisfengur fyrir hvern veiðimann.
Veiði á stöng á dag er líklegast besti mælikvarðinn þegar horft er til þess, hvar besta veiðin var í sumar? Við höfum tekið saman lista yfir ríflega þrjátíu ár þar sem þetta hlutfall er reiknað út. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir lokatölur í Urriðafossi í Þjórsá er svæðið með mestu meðalveiði á hverja dagsstöng eða 2,73 laxa. Í öðru sæti er svo Leirvogsá með 2,53 laxa á stöng á dag.
Umhverfisstofnun (UST) hefur skilað tillögum sínum til ráðherra vegna komandi rjúpnatímabils. Undanfarna daga hefur gætt vaxandi óánægju meðal skotveiðimanna hversu dregist hefur á langinn að gefið verði út með hvaða fyrirkomulagi verður heimilt að veiða rjúpu þetta veiðitímabilið. Skotveiðifélag Íslands birti færslu á Facbook síðu sinni fyrr í dag þar sem upplýst er að tillögurnar séu komnar til ráðherra. Á þeim tillögum byggir ráðherra svo sína ákvörðun. Það sem er ljóst við skoðun á tillögum UST er tvennt. Leyft verður að veiða rjúpu og UST leggur til fleiri daga en í fyrra. Færslan í heild sinni hljóðar svo.
Fimmtán íslenskar veiðikonur eru nýkomnar heim eftir veiðiferð til Grænlands þar sem þær veiddu bleikju í fjóra daga. Hópurinn hefur veitt saman í mörg ár og kallar sig Barmana. Meðal veiðisvæða sem þær hafa veitt má nefna Langá, Laxá í Kjós og Stóru-Laxá svo einhverjar ár séu tilgreindar.
Haustveiðin kallar oft á breyttar áherslur í veiðinni. Með kólnandi veðri fylgir oft tökuleysi og laxinn er búinn að sjá flestar flugur og það oft. Hann er lagstur og farinn að huga að hrygningu. Það er við þessar aðstæður sem oft þarf að taka fram þungavopnin. Við leituðum í smiðju Ólafs Vigfússonar í Veiðihorninu sem oft hefur gefið ráð um flugur fyrir lesendur Sporðakasta.
Með tilkomu Veiðikortsins og vegna þess hve laxveiði er orðin dýr hefur ásókn í silungsveiði jafnt í ám sem vötnum aukist gífurlega síðustu árin. Því er tilvalið að nefna það sem miklu máli skiptir varðandi þá veiði.
Það er tvennt sem ég myndi ráðleggja þeim sem eru nýlega farnir að stunda fluguveiði. Þetta á þó sannarlega við lengra komna líka.
Hugboð er skyndileg hugdetta, hugmynd, sem oft er betra að fylgja en hundsa. Þótt þú sért búinn að kasta „síðasta kasti“ kastaðu þá aftur ef þér finnst þú verðir að gera það. Það gaf mér eitt sinn 14 punda lax við Bergsnös í Stóru Laxá.